Opinber þjónusta á netinu 2

Island.is    

Lýsing á opinberri þjónustu

www.island.is er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi. Þar getur þú fengið upplýsingar og notið margvíslegrar þjónustu hjá opinberum aðilum á einum stað.
Þú skráir þig inn annað hvort með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

• Þegar þú opnar www.island.is getur þú farið beint inn á Mínar síður sem er lokað svæði sem tilheyrir þér eða leitað að þeirri þjónustu sem þig vantar í það skiptið.
• Síðunni er skipt niður í annars vegar Viðburði tengda lífi fólks og hins vegar Þjónustuflokka.

Viðburðir tengdir lífi fólks:

Hér er boðið upp á yfirlit yfir helstu þjónustu hins opinbera sem fólk þarf á ákveðnum tímamótum í lífi sínu t.d. :

• Starfslok
- Þegar þú nálgast starfslok er ýmislegt sem þarf að hafa í huga. 
• Að flytja
- Ráðgjöf og hagnýtar upplýsingar um flutning innanlands sem og utan.
• Nám
- Íslenska skólakerfið, nám, fjármál nemenda og húsnæði o.s.frv. 

Þjónustuflokkar:
Hér er boðið upp á yfirlit yfir heilsa þjónustu hins opinbera t.d. :

• Fyrirtækjaeigendur og sjálfstæðir verktakar
- Að stofna fyrirtæki, launaskrá, gjaldþrot, vottanir, viðskiptaleyfi, heilsu og öryggi á vinnustað o.s.frv.
• Borgaraleg mál & persónuleg réttindi
- Trúarbrögð, kosningar, glæpir og refsingar, lögfræðileg hæfni, mannréttindi o.s.frv.
• Neytendavernd
- Vörur og þjónusta, lögfræðileg úrræði, öryggi vöru o.s.frv.
• Fjölskylda og félagsleg velferð
- Foreldraorlof/fæðingarorlof, forsjármál, aldraðir, breytt sambandsstaða, nafn og kyn o.s.frv.
• Fjármál og skattar
- Skuldir, skattar, skjöl, inneign o.s.frv.
• Heilsa
- Sjúkradagpeningar, lyfseðilsskyld lyf, lækningaleyfi, lýðheilsa o.s.frv.
• Húsnæði
- Húseign, leiga, fasteignagjöld, veðlán, fasteignir o.s.frv.
• Ferðalög, vegabréf og búseta utan Íslands
- Að fá vegabréf, evrópskt sjúkratryggingakort, vinna erlendis o.s.frv.
• Ökutæki og akstur
- Ökuskírteini, skilti, ökutækjasala, skráning, umferðarslys, eftirvagnar o.s.frv.
• Launafólk, réttindi á vinnustað og eftirlaun
- Atvinnuleysi, orlofsdagar, veikindaleyfi, vernd á vinnustað o.s.frv.

Færni til þess að geta notað þjónustuna
Til að nýta þér þjónustu www.island.is þarftu að fara á internetið annað hvort í tölvu eða í snjalltæki. Þú þarft annað hvort rafræn skilríki eða íslykil til að geta nýtt þjónustuna.

Leiðir til að fá aðgang að þjónustunni
Nettengd tölva eða snjalltæki.

Öryggisþættir tengdir þjónustunni
Upplýsingar þínar á www.island.is tengjast nánast allri opinberri þjónustu. Vefsíðan er örugg þar sem íslykill eða rafræn skilríki eru notuð til að skrá sig inn.

Áhrif
Auðveld og mjög örugg leið til að nálgast upplýsingar og opinbera þjónustu á internetinu.

Download PDF