Opinber þjónusta á netinu 9

Lyfja - app. 

Lýsing á opinberri þjónustu

Lyfja er eitt af fjölmörgum apótekum á Íslandi. Lyfja er einkarekið en er eina apótekið með útibú bæði á Húsavík og á Höfn í Hornafirði.
Í smáforriti Lyfju er hægt er að panta lyf og aðra vörur og sækja í viðkomandi útibú (í stærri sveitarfélögum er hægt að fá heimsendingu). Einnig er hægt að sjá hvaða lyf viðkomandi á í lyfjagáttinni, fá verð á lyfjum og sjá stöðuna í greiðsluþrepakerfi Sjúkratrygginga Íslands, fá ráðgjöf í netspjalli og sækja um umboð til að versla fyrir aðra. 
Hægt er að borga fyrir vörurnar í smáforritinu með debit- eða kreditkorti og þarf þá ekki að muna eftir veskinu þegar farið er að sækja vörurnar.
Eftirfarandi eru leiðbeiningar til að hjálpa þér að rata um Lyfju-appið:

Opna smáforritið og innskrá
• Hægt er að sækja smáforritið í síma og önnur snjalltæki úr „app store“ eða „play store“. 
• Opnaðu smáforritið með því að smella á Lyfju lógóið í símanum þínum.  
• Nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. 
• Skráðu símanúmerið þitt í smáforrit Lyfju.  
• Staðfestingargluggi opnast sjálfkrafa í símanum þínum.  
• Bera þarf saman öryggisnúmer úr smáforritinu og símanum þínum.  
• Ef öryggisnúmerin passa saman slærð þú inn PIN númerið þitt í símann.  
• Þá opnast þitt ,,Heimasvæði” í Lyfju smáforritinu.

Forsíða
• Þau lyf sem þér hefur verið ávísað birtast á forsíðu þíns „heimasvæðis“. Þar getur þú ýtt á „panta lyf“
„Umboð“ er aðgengilegt á forsíðu smáforritsins og undir persónuupplýsingar. Í „umboð“ má sjá hverjir hafa þitt umboð til að sækja lyf í apótek og óska eftir umboði fyrir aðra.
„Lyfseðlar“ neðst til vinstri kallar fram alla lyfseðla sem þú átt inni.
„Staðsetning“ neðst í miðjunni getur sýnt þér hvar apótek Lyfju eru staðsett. Með því að leyfa smáforritinu að vita staðsetningu símans þíns má sjá hvaða útibú er næst þér, einnig er hægt að fletta upp útibúum, t.d. út frá póstnúmeri og finna þá heimilisfang apóteksins.
„Verslun“ neðst til hægri gerir þér kleift að skoða og versla ólyfseðilskyldar vörur.  
„Talblaðran“ efst í hægra horninu býður uppá að senda fyrirspurn á starfsfólk Lyfju.

Persónuupplýsingar
,,Persónutáknið” efst í hægra horninu býður uppá eftirfarandi aðgerðir:
• Hægt er að yfirfara persónuupplýsingar, breyta og bæta.
• Undir ,,Greiðslukort” er hægt að skrá niður kredit- og/eða debitkortanúmer svo hægt sé að greiða fyrir vörur í smáforritinu.
• Eins og á forsíðu er hægt að skoða og skrá ,,Umboð”.
• ,,Færslulisti” sýnir allar pantanir sem gerðar hafa verið, dagsetningar kaupanna og fá kvittun.
• Undir ,,Greiðsluþrep“ birtist þitt greiðsluþrep hjá Sjúkratryggingum Íslands, greiðslutímabil og upphæð kostnaðar.
„Tilkynningar“ og „stillingar“ neðst á síðunni er hægt að kveikja eða slökkva á þeim valmöguleikum.
„Örin“ efst í vinstra horninu færir þig aftur á forsíðu heimasvæðis þíns í Lyfju smáforritinu þar sem allir hnapparnir eru þér aðgengilegir.

Færni til þess að geta notað þjónustuna
Viðkomandi verður að geta náð sér í Lyfju smáforritið. Fara þarf í gegnum App-store fyrir iOS eða Google play fyrir Android stýrikerfi. Einnig þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Leiðir til að fá aðgang að þjónustunni
Hala þarf niður Lyfju-appinu í símum eða öðrum snjalltækjum og vera með rafræn skilríki til að geta skráð sig inn.

Öryggisþættir tengdir þjónustunni
Aðeins er hægt að skrá sig inn á Lyfju smáforritið með því að nota rafræn skilríki. Rafræn skilríki eiga að vera með öruggustu öryggiskerfum á Íslandi. Smáforritið geymir persónuupplýsingar á borð við hvaða lyf hafa verið ávísað á viðkomandi og einnig er hægt að skrá niður debit- eða kreditkorta upplýsingar.

Áhrif (hvernig getur þjónustan haft áhrif, breytt, bætt líf fólks)
Mestu áhrif sem Lyfju smáforritið getur haft, er að eldri borgarar geta pantað lyf fyrir fram og þurfa því ekki að bíða á meðan verið er að taka lyfin til í apóteki. Hægt er að sjá í Lyfju smáforritinu hvenær búið er að taka til lyfið og hægt að fara þá í næsta útibú eða senda einhvern, sem hefur umboð, fyrir sig.
Hægt er að borga strax fyrir lyfin og þarf því ekki að muna eftir veskinu og ekki þarf að millifæra á aðstandendur sem hafa umboð til að sækja lyfin í apótek. Einnig er hægt að sækja um umboð til að sækja lyf fyrir aðra. Auðvelt er að nálgast hvaða greiðsluþrepi viðkomandi er í hjá Sjúkratryggingum Íslands og hvenær greiðslutímabilið hófst.

Download PDF