Um verkefnið

Stafvæðing eykst jafnt og þétt í samfélagi okkar. Víða í Evrópu er staðan sú að ýmis lögboðin opinber þjónusta er eingöngu aðgengileg á netinu.
Aukið mikilvægi stafrænar þjónustu í daglegu lífi verður til þess að nauðsynlegt er að almenningur tileinki sér ákveðna stafræna færni og læsi. Án þess er oft á tíðum erfitt að vera virkur þátttakandi á upplýsingaöld internetsins. Eftir því sem núverandi þjónusta, svo sem bankastarfsemi og verslun, færist í auknum mæli yfir á netið, aukast líkurnar á því að ákveðnir hópar samfélagsins einangrist, eða verði hreinlega útilokaðir frá þjónustunni. Þar má sem dæmi nefna aldraða sem skortir þessa færni.

Virtual assistance tool
Handbók fyrir leiðbeinendur eldri borgara

Verkefnið „Stafræn Samfélög“ miðar að því að sveitarfélög á landsbyggðinni fái tækifæri til að auka stafræna færni, prófa nýja tækni og byggja upp samfélag í kringum þessa þætti. Lögð er áhersla á samvinnu við íbúa á starfssvæðum okkar, ekki eingöngu þegar kemur að því að prufa afurðir verkefnisins heldur einnig á fyrstu stigum þess, það er að segja þegar að kemur að því að þróa þá þjónustu sem í boði verður.

Markmið

Gera eldri borgurum kleift að taka þátt í verkefni þar sem áhersla er lögð á að læra nýja færni.

Auka við stafræna færni og þá sérstaklega þá færni sem þarf til að tileinka sér opinbera þjónustu.

Bjóða upp á kennslu í að þekkja og nýta sér þá þjónustu sem í boði er á netinu og þannig laga sig betur að hinum stafræna heimi.

Bjóða upp á kennslu sem eykur sjálfstraust til að nýta stafræna þekkingu sína og auka þannig lífsgæði.

Þróa færni og hæfni leiðbeinenda í að aðstoða eldri borgara þegar kemur að stafrænni þekkingu.

Efla sveitarfélög á landsbyggðinni.

Verkhlutar

Kortlagning á opinberri þjónustu í samstarfslöndum verkefnisins, með áherslu á mikilvæga almenna þjónustu á internetinu.

Þróun á leiðbeiningum fyrir eldri borgara, sem byggir á raunverulegum dæmum úr lífi þeirra. Leiðbeiningarnar verða um þá þjónustu sem í boði er á internetinu, hvar og hvernig er hægt að nýta sér hana.

Handbók fyrir leiðbeinendur eldri borgara, með aðferðum, verkfærum og dæmum um hvernig veita má stafræna hæfniþjálfun og stuðning við aldraða í samfélaginu þeirra.

Samstarfsaðilar